Um okkur

Dýraland er sérverslun með áherslu á gott vöruúrval og hagstæð verð. Við eigum alls kyns vörur fyrir dýr í öllum stærðum og gerðum. Að sjálfsögðu seljum við einni lifandi dýr: Nagdýr, fugla og fiska.

Fyrirtækið hóf rekstur árið 1993 í Mjóddinni. Til að byrja með lagði verslunin nánast eingöngu áherslu á fiska og þá aukahluti sem þeim fylgir. En með tímanum jókst vöruúrvalið og í dag bjóðum við upp á nánast allt sem hægt er að hugsa sér fyrir hið hefðbundna gæludýr á íslensku heimili. 

Árið 1995 opnaði önnur verslun okkar beint á móti Kringlunni, á jarðhæð Húsi Verslunarinnar. Verslunin er töluvert stærri en sú sem er í Mjóddinni og leyfði það okkur að bæta við vöruúrvalið og hafa fleiri sýningabúr fyrir lifandi dýr.

Árið 2003 var opnuð enn önnur verslun, að þessu sinni í Spönginni í Grafarvogi. Búðin er á stærð við Mjóddina. Þetta kom sér mjög vel fyrir viðskiptavini okkar á þessu svæði þegar það þurfti rétt að skreppa eftir einum fóðurpoka, eða fara með börnin í skoðunarferð.

Í byrjun árs 2017 var þessi vefsíða einnig opnuð. En hún er mjög mikill kostur fyrir viðskiptavini okkar úti á landi sem hafa þurft að panta nauðsynjavörur símleiðis og ekki fengið tækifæri til að skoða skemmtilega aukahluti í leiðinni. Að sjálfsögðu eru einnig margir viðskiptavinir okkar á höfuðborgarsvæðinu sem taka því fagnandi að fá þungan kattasandinn sendan heim að dyrum.